Ég geri mjög sjaldan svona hluti á þessari tilteknu síðu (dóninn ég), en sem svona ákveðið þakklæti til fastra lesenda (þið vitið hver þið eruð) vil ég spreða einhverjum bíómiðum sem ég fékk í hendurnar á lokaða Nymphomaniac (Part 1) forsýningu sem verður núna næsta fimmtudag. Þetta gæti orðið áhrifarík greddu- og gleðistund fyrir þá sem kunna að meta þunglynda frænda okkar hann Lars von Trier.

Undirritaður Bíófíkill laðaðist nokkuð sterkt að þessari nýjustu ögrun hans en persónulega snið hennar gerir hana að einhverju meira. Eftir að hafa maulað um þessa hrifningu mína tókst mér að fá það (*fliss) í gegn að bjóða fullt, fullt af áhugasömum á einu forsýninguna sem verður áður en hún lendir í bíó og á VOD-ið næsta föst. Eini gallinn er að lesendur, sama hversu dyggir, þurfa að vera orðnir 16 ára til að koma inn. Reglur Græna Ljóssins!

Höfum þetta einfalt. Kommentaðu hérna fyrir neðan nafn á einhverri geðsjúkt góðri bíómynd að þínu mati sem þú myndir mæla með, jafnvel svona mynd sem mætti kalla ekkert sérlega þekkta eða áberandi í íslenskum kvikmyndahúsum, nú, þá og áður. Allir elska góða „osbsure“ titla, og þó Nympho sé langt frá því að vera obscure mynd þá er verulega bókað að hún er alls ekki fyrir alla. En er það ekki bara ágætt stundum?

En já. Einhver mynd. Kommentsvæðið. Býð hátt í 10 manns (sem fá tvo miða) einhvern tímann á miðvikudaginn í síðasta lagi.

Svo, vonandi, bara vonandi, getum við reynt að athuga með sýningu á báðum helmingunum saman þegar hinn fer að koma.
Tíh.

Eigið nú kátt og öruggt kynlíf, þið þarna krúttlömbin ykkar.

 

*UPPFÆRT* 12.02.

Þið sem eruð á leiðinni á Nympho eru:

Arnar Geir (góður!)
Arnar Vilhjálmur (tékka á Madeo!)
Ásgeir Eðvarð Kristinsson (rétt, Oldboy ER sjúk)
Gabríel Ponzi (Filth er drullufín)
Grétar (m. Enter the Void)

Ingólfur (Angel’s Egg)
Mikael Þorsteinsson (mmm… Sam Neil)
Sara með-ekkert-eftirnafn (La jaula de oro – takk, kærlega!)
Skari (Martyrs – úff)
Skúli Arnarsson (La Haine er GEÐVEIK)

Sendið mér póst á tommi@biovefurinn.is til að staðfesta það að þið sáuð þessi skilaboð:

20 svör við “Viltu koma á Nymphomaniac forsýningu?”

  1. Arnar Vilhjálmur Avatar
  2. Jóhannes Árnason Avatar
  3. Helgi Sigurjón Ásbergsson Avatar
  4. Mikael Þorsteinsson Avatar
  5. Ásgeir Eðvarð Kristinsson Avatar

Sammála/ósammála?