Astrópía hefur í gegnum árin haft þetta stórfína replay-gildi, merkilegt nokk og hefur hlýrri, krúttlegri kjarna en undirrituðum minnti. Myndin er að vísu arfaslök (og stundum alveg brandaralega svo) í fyrsta act’inu en nær einhvern veginn að rúlla sér af stað og mótast í eitthvað viðkunnanlegt, jafnvel pínu skondið. Jafnvel djöfull fyndið inn á milli.
Helsti hængurinn er hvað myndin er sjónrænt séð ódýr og á tíðum illa klippt. Það er sömuleiðis erfitt að komast yfir þá tilfinningu eins og myndin sé umkringd og gerð af fólki sem innst inni myndi aldrei kalla sig „Nexus-nörda“ (bara það að heyra Sveppa kunna ekki að bera fram Ghost in the Shell, Howl’s Moving Castle o.fl. er þar tært merki).
En fokkit, myndin er skemmtilegt flöff. Hún hefur góðan boðskap og cast’ið verður hið fínasta eftir því sem á líður.
Auk þess þykir mér fátt fyndnara þarna en að sjá Sveppa mæla með Lost Highway fyrir sex ára dreng. Kudos á það.

Besta senan:
Enn Öskjuhlíðin…






Sammála/ósammála?