Við Baldvin Z grandskoðum sjónvarpsseríuna Svörtu sanda í sameiningu. Ég skoða hvern þátt út frá sjónarmiði neytandans og spyr leikstjórann spjörunum úr og spyr leikstjórann spjörunum úr; stúdering beint frá áhorfanda til skaparans.
Sýningar á þáttunum hófust á Stöð 2 á jóladag, 25. desember 2021. Baldvin Z leikstýrir fyrir Glassriver, en auk hans skrifa Aldís Amah Hamilton og Ragnar Jónsson handritið. Aldís fer sjálf með aðalhlutverkið í þáttunum. Með önnur helstu hlutverk fara Þór Tulinius, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Ævar Þór Benediktsson og Kolbeinn Arnbjörnsson.

Í fyrsta þætti Svörtu sanda kynnumst við helstu persónum sögunnar; Anítu, Elínu, Salómon, Fríðu, Gústa og Ragnari.
Til að gefa tóninn á upphafi þáttanna og þeirra framvindu, ræðir Baldvin hér ýmsar upphafssögur, hvernig Tvídrangar (með mömmu) mótuðu hans kvikmyndaferil, hvernig tilurð Svörtu sanda og hljóðheimar þeirra lýsa sér, en þess að auki ræðir leikstjórinn um rassamælingarsenu sem að öllum líkindum brýtur blað í geira íslenskra morðsagna – og sé jafnvel fyrst sinnar tegundar.
Þá koma einnig upp umræður um táknmyndir, falin páskaegg, vísbendingar og helstu uppskriftir rauðsílda í morðsögum.






Sammála/ósammála?