Ókei, þáttur tvö/tíu. Hvar vorum við?…

Aníta þarf nauðsynlega að komast út úr húsi í langþráð mömmufrí, en þá helst með ólíku móti en þar sem frá var horfið í þættinum áður.
Gústi og Fríða standa frammi fyrir dularfullu máli sem er mögulega of persónulegt fyrir suma innan lögreglustöðvarinnar.

Jonna er þó ekki lengi að dragast inn í nýjan vinahring þar sem örlög Salómons hafa verið mikið í brenndepli. Hvert það leiðir gæti haft í för með sér yfirnáttúrulega dularfullar afleiðingar.

Baldvin er fjarri gamninu góða að sinni* og þá tek ég á móti leikstjóra þáttarins, Erlendi Sveinssyni. Hann er með eldmóðinn mættur til að ræða sína nálgun á atburði Glerársanda, áskoranir innan sögunnar og vissulega nokkur leynibrögð á bakvið tjöldin. Og jú, smá kvikmyndadellu líka…

Sammála/ósammála?