Álfheiður Marta Kjartansdóttir, leikstjóri fjórða/tólfta þáttar, hefur aldeilis skemmtilega og persónulega tengingu við atburðarásina á Glerársöndum. Þegar Baldvin bauð henni tækifærið að gerast stærri þátttakandi í seríu tvö var Álfheiður ófrísk og orðin nýbökuð móðir þegar leið að tökunum.

Barnsburður kemur akkúrat sterkt til umræðu í þessum kafla ásamt fáeinum senum sem draga hjartað í gegnum alls konar ósköp.

Við Álfheiður stúderum undirliggjandi kraumið hjá karakterum í þessari lotu og ekki síst óvænt gestahlutverk þar sem leikstjórinn varð ögn ‘starstruck’, en í senn er útskýrt kostina við það að vera með allt á hreinu í kvikmyndagerð.

Sammála/ósammála?