Ævar Þór Benediktsson hefur alltaf haft sérstakan stað í nördahjarta sínu fyrir Litlu hryllingsbúðinni. Ævar er nýjasti gestur Bíófíkla en við förum grannt í gegnum Auði tvö og hennar ævintýri í kvikmynd sem að mati gests eldist hreint fullkomlega.

Þá förum við líka út í alls konar nostalgíu, íslenskar talsetningar, furðuleg samningsmál og hvað það var sem kom Ævari á þá leið sem hann er á í dag.

Setjið á ykkur sönghattana, þetta verður stuð!

Sammála/ósammála?