Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður með meiru og oft kenndur við nafnið Atli Kanill, er sestur við míkrafóninn að sinni og færir sterk rök fyrir menningarlegu mikilvægi stoltu “cash-grab” myndarinnar Space Jam.
Hér snýr ofurstjarnan Michael Jordan bökum saman við teiknimyndafígúrur til að bjarga dægurmálapersónum frá gráðugum braskara sem svífst einskis til að snara þær í viðbjóðslegan skemmtigarð úti í geimnum.
Tilvist og úrvinnsla myndarinnar er mikið frávik en sagan á bakvið gerð hennar og legasíu er vægast sagt umræðuverð, ef ekki stórmerkileg.
(…og með legasíu er alls ekki átt við um framhaldsmyndina, Space Jam: A New Legacy…)
Hefjum þá leik!






Sammála/ósammála?