Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður hefur um árabil sótt mikinn innblástur í verk stórmeistarans David Fincher. Spennutryllirinn Seven (e. Se7en) er þar einna mesti áhrifavaldurinn enda stórmerkileg (og stórmerkilega hvöss) ræma sem hefur aldeilis fest sig í sögubókum kvikmyndanna síðan. En þó laumulega.
Við Baldvin ræðum þennan glæsilega tangó af stílíseringu og minimalisma í handritinu sem hér blasir við af krafti. Þá fer Baldvin einnig út í Fincher-áhrifin, kvikmyndagerð, alls konar aðferðafræði og ýmsar tengingar þarna frá Fincher við sum af hans eigin verkum.
Spoilerar verða gegnumgangandi. Því er best að horfa eða endurhorfa á Se7en áður en lengra er haldið.






Sammála/ósammála?