Geimþvæla í boði fjölhæfa grínarans Mel Brooks. Þarna er Star Wars ásamt aragrúa af sci-fi sett í stóran sælgætisgraut af paródíu. Óumdeilanlega er myndin ólgandi barn síns tíma og hefur sjaldan verið talin með bestu Brooks-myndunum, en sjarmi og aðdráttur vitleysunnar er krufin í þaula að sinni.

Atli Freyr Bjarnason, dyggur aðdáandi Spaceballs, er sestur með okkur Kjartani til að ræða ágæti góðrar steypu; jafnframt vægi nostalgíu og meta stöðuna á Star Wars vörumerkinu í gegnum árin.

Þá er upplagt að skella á sig hjálmana og fíra upp geislaverðin.

Sammála/ósammála?