Hið stórvinsæla og í senn umdeilda Marvel Cinematic Universe (MCU) fyrirbæri slær núna í 35 bíómyndir og haug af sjónvarpsþáttum í þokkabót (eða kaupbæti?). Þetta er óneitanlega orðið að heljarinnar pakka fyrir áhorfendur sem vita varla hvar á að byrja eða hvaða sögur tengjast hverjum.
Við Kjartan fáum til okkar (segjum) sérfræðinga ef ekki dygga en kröfuharða aðdáendur MCU-sarpsins, en þau Bjarni Gautur og Sigga Clausen eru sest til að segja sitt um aðdráttarafl, fjölbreytileika og gæðakvarða MCU myndanna.
Saman rýnir hópurinn svo í nýjustu Captain America myndina. Með skrautlegri samantekt.






Sammála/ósammála?