Við Friðrik og Kjartan ræðum hér nýjasta afsprengi Óskarsverðlaunahafans Bong Joon-Ho. Stórmyndin Mickey 17 með Robert Pattinson í helstu hlutverkum er merkilega aðgengileg bíómynd sem er þó alls ekki allra.
Myndin hefur í heildina hlotið jákvæðar viðtökur en hefur margur maðurinn deilt um hvort sumt sé hreinlega of yfirdrifið eða ýkt í pólitísku ádeilunni sem á boðstólnum er. Það er svo sem nóg um kostulega vitleysu en hittir myndin tilfinningalega í mark?
Bíófíklar skoða þessa punkta og rýna í þetta rándýra sprell kóreska meistarans.






Sammála/ósammála?