Þennan leikstjóra þarf varla að kynna enda eru vægast sagt margir honum Steven Spielberg gífurlega þakklátir fyrir merkilegt safn fjölbreyttra bíóminninga. Á meðal slíkra þakklátra bíófíkla erum við Kjartan og Fannar Traustason, sem gengur undir starfsheitinu ‘Tools programmer’ hjá brellukompaníinu DNEG.
Fannar hefur unnið að ýmsum stórum verkefnum á sviði tæknibrellna og lumar líka mögulega á sér eina sögur eða tvær af reynslu sinni í þeim geira. Við drengirnir berum síðan saman okkar bækur um sundurliðun betri Spielberg-myndanna.
Niðurstaðan gæti komið einhverjum á óvart. Tinna-unnendum sérstaklega!






Sammála/ósammála?