Jæja, sperrið upp eyrað og krumpið jakkafötin. Hin óviðjafnanlega og brautryðjandi Reservoir Dogs markaði sérdeilis fyrstu skrefin fyrir Quentin Tarantino, sem síðar meir varð að fordæmalausum ‘rokkstjörnu-leikstjóra’.
Tarantino átti stóran hlut í að koma indí-byltingunni af stað í byrjun ‘90s áratugarins, og legasía hans fyrstu myndar er svo sannarlega sterk, en er enn einhver innistæða í hennar’kúli’? Er hún klassík eða geltandi hvolpur síns tíma?
Gunnar Anton Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður veltir þessari spurningu fyrir sér og í sameiningu skoðum við málefni eins og upphafsskref leikstjórans ásamt sarpi mannsins eins og hann leggur sig.






Sammála/ósammála?