Frankenstein hefur í margra ára raðir verið draumaverkefni leikstjórans Guillermo Del Toro og – þökk sé Netflix – hefur aðlögun hans loks orðið að veruleika.
Með þessari einlægu ef ekki fallegu aðlögun sem og persónulegri túlkun leikstjórans hefur öllu verið tjaldað til, með breytingum sem kunna að falla í kramið hjá áhorfendum eða jafnvel bara alls ekki.
Við Kjartan og Atli Freyr komum okkur í gotneskar stellingar og rýnum í það sem óhætt er að kalla eina umtöluðustu stórmynd þessa árs – og hvers vegna hún er svona mikil gullkista af meme’um (e. “mímum”).






Sammála/ósammála?