Ofurþjarkurinn James Cameron hefur skipað sér í allsvakalegan sérflokk með að eiga þrjá titla á listanum yfir fimm tekjuhæstu kvikmyndir allra tíma. Það eru að sjálfsögðu fyrstu tvær Avatar myndirnar, en þegar sú fyrri leit fyrst dagsins ljós hafði Cameron ekki gefið út bíómynd í heil 12 ár og liðu síðan 13 ár á milli Avatar myndanna sem nú skal aðeins kryfja áður en þriðja eintakið fær sitt sviðsljós.
Við Kjartan rýnum í efnistök þessara gígantísku sci-fi fantasíuæintýramynda og skoðum hvort meira leynist þarna sem nær út fyrir óumdeilanlegt sjónarspil. Netverjar hafa oft fullyrt að Avatar (e. „Strumpa-„)myndirnar hafi ekki skilið eftir sig neitt svakalegt ‘kúltúrs-fótspor’ ef svo má segja, en Bíófíklatvíeykið kanna slík ummæli í þaula og ýmist annað sem þessum ævintýrum fylgir… þangað til þeir verða bláir í framan…
Þá er bara að skottast yfir til Pandoru og gæðatesta viðveruna þar.






Sammála/ósammála?