isney sérhæfa sig í fjölskyldumarkaðnum og hafa gert alla tíð, augljóslega. Annað er yfirleitt undantekning eða óvænt frávik. Þess vegna telst það til mikils klúðurs þegar toppmennirnir hjá Disney gera mistök í vöruframleiðslu sem vekja upp klúrar eða ósmekklegar hugsanir.

En mistök koma fyrir besta fólk.

Hér að neðan reynir á getu eða vilja lesandans til að greina hvort vörurnar séu klúrar, óviðeigandi eða krúttlegar og sé í raun ekkert athugavert við þær. Það er í sjálfu sér ekkert nýtt á nálinni hér en úrvalið er allan daginn þess virði að skoða og rifja upp til þess að geta hlegið og bent. 

Frá klámfengnum Bósa ljósár til fráfælandi stellingu apans Rafiki með kornungum Simba, þá söfnum við hér saman hinum ýmsu vörum sem hafa allverulega hneykslað neytandann. 


Flestir muna eftir hinu gullna mómenti þegar Rafiki heldur Simba litla til þess að sýna dýraríkinu hver nýi konungur þeirra verður.

Eitthvað fór hins vegar úrskeiðis þegar þetta leikfang reyndi að apa eftir athöfninni.


Það er erfitt að meta hvort er furðulega, það að Ariel sé að fronta umbúðir fyrir fiskistangir (oj) eða að Disney selji í raun fiskistangir.


Þessi Baymax blaðra breytir huggulegu brosi í eitthvað örlítið prakkaralegra.

En einhvers staðar þarf nú að blása.


Þessi Tarzan lítur út fyrir að vera á þörfinni.
Eitthvað hlýtur það að hafa hrellt foreldra.
https://www.youtube.com/embed/E1zRaPOzclI


Hér hefði alveg mátt finna betri staðsetningu fyrir rörið, eða í það minnsta tóna niður stoltan svip Bósa.


Hvorki stellingin né sjónlínan hjá Andrési gerir þessu skemmtitæki einhverja greiða.


Súrt og sætt hljóðfæragúmmí…

Namm?


Martröðin byrjar ekki fyrr en hringjum fækkar.


„Svona ljúfan, sestu á Garðabrúðu og Þyrnirós“


Hugsunin er að grípa þessa karaktera með í baðið.

En ekki hvað?

Sammála/ósammála?